Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


08.09.2014 17:58

Gröf Saadis, Kóranhliðið, Borg hinna dauðu og Borg Persa

Þetta var góður dagur. Hann byrjaði á heimsókn að gröf skáldmæringsins Saadir en þaðan var svo farið að Kóranhliðinu, sem fyrir ekki svo mjög löngu var aðalleiðin inn og út úr Shirazborg. Þaðan lá leiðin í hádegismat í afar vatnsmiklu veitingahúsi, sem framreiddi ákaflega góða máltíð handa okkur. Eftir matinn var farið að Borg hinna dauðu [Necropolis], þar sem fyrri alda kóngum voru gerðar grafir í fjall. Síðasta stopp í dag var svo Borg Persa [Persepolis]. Þetta var feiknalega mikið mannvirki sem þrjóturinn Alexander mikli brenndi og eyðilagði að mestu, að þeirra tíma sið sigurvegara. Stórmerkilegt, ekki síst í mínum huga fyrir að þarna eru miklar áletranir ritaðar með fleygletri.

Mér verður að fyrirgefast það að hafa ekki skrifað myndatexta, en það er vegna þess að ég geng frá þessum myndapistlun áður en ég geng til náða og hreinlega nenni ekki að skrifa meira en innganginn. Og það er líka rétt að taka fram að hér í Íran hefur mér ekki tekist að komast í samband við Facebook, og það sama gildir um aðra í hópnum. Hér eru nokkrar myndir:

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 

 

 

 

 

 
 
 
 

 

 
 
 
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 167714
Samtals gestir: 46561
Tölur uppfærðar: 6.6.2020 06:40:50