Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


Færslur: 2014 September

04.09.2014 06:17

Kominn til Teheran, loksins

Það rættist margra ára draumur þegar ég lenti ásamt öðrum í hópi Jóhönnu Kristjónsdóttur hér í Teheran, liðlega eitt að nóttu samkvæmt hérlendum tíma, liðlega níu að íslenskum. Ein úr hópnum varð eftir í Frankfurt þar sem þýskir neituðu að hleypa henni til Íran þar sem vegabréfið hennar átti að renna út fjórum mánuðum eftir að ferðinni á að ljúka. Skrítið, þar sem Írönum var slétt sama og þeir höfðu veitt henni nauðsynlega áritun. Hún reynir að leysa málin í samráði við ræðismann Íslands í Frankfurt og valdamenn hjá Lufthansa.

Útsýnið úr hótelglugganum; við komuna og aftur þegar birti af degi:

 

 

Næst á dagskrá er að skipta evrum og snæða hádegisverð, skoða þjóðminjasafnið og skreppa til teppasala. Síðan fljúgum við til Kerman, þaðan til Sjiraz, Jazd, Esfahan, þaðan sem við komum aftur til Teheran með viðkomu í Kashan.

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 186696
Samtals gestir: 52983
Tölur uppfærðar: 23.1.2021 07:49:16