Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


09.09.2014 18:31

Um fjallaskörð til Jazd með viðkomu í Turni þagnarinnar

Þetta var dálítið langur dagur en skemmtilegur eins og endranær. Lögðum af stað frá Sjiraz snemma morguns og byrjuðum með heimsókn til grafhýsis Kýrusar, fyrsta konungs Persa. Svolítið svona Persepolis fyrir byrjendur, en nýfarið er að grafa upp af alvöru í Pasargad, þar sem grafhýsið er. Við skoðuum líka elsta sýprustré sem sögur fara af, 4600 ára segja rannsóknir. Ber aldurinn vel. Snæddum hádegisverð í garðinum hjá bónda sem ég man ekki hvað heitir, eins konar pikknikk undir heiðum himni. Sem er reyndar eini himininn sem við höfum kynnst í þessari ferð.Hundurinn á bænum fékk að sleikja leifarnar. Okkur var sagt að hitinn þá væri liðlega 40 gráður. Í tilefni af því fórum við og skoðuðum ísgerðarhús, þar sem menn nýta sér kuldann undir eyðimörkinni til að framleiða ís í stórri niðurgrafinni hvelfingu undir kúpli sem alveg má líkja við ístopp án brauðforms. Loks var farið að skoða Turn þagnarinnar, þar sem Zorostrianar lögðu hina látnu langt fram á sjötta áratug síðustu aldar, til að fuglar himinsins gætu etið hold hinna látnu. Síðan voru beinin grafin. Þetta var liður í trú Zorostriana, sem voru áhangendur Zaraþústra og trúðu á árstíðirnar fjórar og náttúruöflin fjögur, vatn, eld, vind og jörð.

Leiðin lá um mikla fjallgarða, þar sem vegastæðið fór hæst í 2600 metra hæð og klettabeltin æði stórbrotin.

Næstu tvær nætur gistum við á Moshir al Mamalek, dálítið sérstöku hóteli þar sem lækir liða um garða og tveir stórir páfagaukar sjá um leikhljóð hins daglega lífs.

Hér eru nokkrar myndir:

 

 

 

 

 

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1050
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 311853
Samtals gestir: 43666
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 13:07:37


Tenglar