Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


Blog records: 2014 N/A Blog|Month_6

01.06.2014 09:07

Umræðugrimmdin vakti upp samúðarfylgi

Þótt menn eigi örugglega erfitt með að viðurkenna það þá eru það sennilega þeir, sem mest hömuðust á Sveinbjörgu framsóknar og skoðunum hennar á múslimum og moskum, sem tryggðu Framsóknarflokknum þessi tvö sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Þessi ofboðslegu og langdregnu viðbrögð kölluðu til samúðarfylgi frá ysta hægrinu og öfgamönnum í öðrum flokkum. Það kom best í ljós þegar Skúli Skúlason, tákngervingur hins fordómafyllsta í samfélaginu skoraði á skoðanabræður sína og -systur að þjappa sér um B-listann og þessa hugdjörfu konu.
Þetta þurfa menn að hafa í huga næst þegar svona kemur upp; gagnrýna málefnalega en ekki gefa svona þáttum alla umræðuna. Það vekur aðeins óverðskuldaða athygli og jafnvel [óverðskuldaða] samúð.

01.06.2014 09:00

Vonbrigði; nú reynir á

Ágætar fréttir og ekki síður ömurlegar sem maður fær að heiman. Framsókn hlær síðast og best og raunverulegur meirihluti fallinn. Samfó með „aðeins“ fimm fulltrúa og BF tvo. Nú er að mynda meirihluta með S, Æ, V og P; halda D og B frá meginstjórn. Leyfi mér að trúa því ekki að BF halli sér til ysta hægrisins og sé ekki hvernig Vinstri grænir eða Píratar gætu gert það, ekki síst í ljósi kosnigabaráttunnar.

  • 1
Today's page views: 408
Today's unique visitors: 72
Yesterday's page views: 401
Yesterday's unique visitors: 95
Total page views: 317531
Total unique visitors: 44767
Updated numbers: 28.4.2024 12:12:55


Links